Óskað eftir áfrýjunarleyfi í hryðjuverkamálinu

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við aðalmeðferð málsins í …
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir rúmlega ári síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. 

Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs Birgissonar. Hann, auk Ísidórs Nathanssonar, hafa verið sýknaðir af ákæru um undirbúning hryðjuverka bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti. 

Dómur féll í Landsrétti fyrir um mánuði síðan. Sagði í dóminum að ekki hafi verið „slegið föstu“ að mennirnir hafi verið að undirbúa hryðjuverk. 

Þá voru dóm­ar þeirra fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot mildaðir, Sindri var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Ísi­dór 15 mánuði. 

Dómarar Hæstaréttar ákvarða hvort málið verði tekið til meðferðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert