431 milljón frá ríkinu til bókaforlaga

Alls fengu bókaforlög endurgreiddan kostnað vegna 836 verka.
Alls fengu bókaforlög endurgreiddan kostnað vegna 836 verka. mbl.is/Karítas

Endurgreiðslur frá íslenska ríkinu til bókaforlaga námu alls 431 milljón króna á síðasta ári. Það er lítið eitt lægri upphæð en árið 2023 þegar endurgreiðslur námu 440 milljónum króna.

Á síðasta ári voru afgreiddar 836 umsóknir en þar af voru 92 frá árinu á undan. Peningar sem eyrnamerktir voru endurgreiðslum kláruðust í desember og því voru 66 umsóknir fluttar til fjárlagaársins í ár. Rétt er að hafa það í huga að útgefendur hafa níu mánuði frá útgáfudegi til að sækja um endurgreiðslu og það skýrir að hluta þennan flutning á milli ára.

Greiðslurnar eru inntar af hendi í samræmi við lög sem sett voru til að styðja við íslenska bókaútgáfu. Endurgreiðslan nemur fjórðungi kostnaðar við hverja útgáfu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert