15 bækur tilnefndar

Listafólkið sem er tilnefnt til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2025 sem verða …
Listafólkið sem er tilnefnt til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2025 sem verða afhent í næstu viku. mbl.is/Karítas

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2025 voru kynntar í Iðnó við Vonarstræti fyrir stundu. Alls voru 15 bækur í þremur flokkum tilnefndar, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki, það er flokki barna- og ungmennabóka frumsaminna á íslensku, flokki myndlýstra bóka og flokki þýddra barna- og ungmennabóka. 

​Verðlaunin sjálf veitt við hátíðlega athöfn í Höfða þann 23. apríl, á alþjóðlegum degi bókarinnar, sem jafnframt er síðasti vetrardagur.

Eftirtaldir rithöfundar, myndhöfundar og þýðendur eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2025 fyrir eftirtaldar bækur (í stafrófsröð höfunda og þýðenda):

​Barna- og ungmennabækur frumsamdar á íslensku

  • Kasia og Magdalena eftir Hildi Knútsdóttur sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út. 
  • Kóngsi geimfari eftir Laufeyju Arnardóttur sem Hugun – Lofn útgáfa gefur út. Örn Tönsberg myndlýsti. 
  • Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem Salka gefur út. 
  • Vísindalæsi 5  – Kúkur, piss og prump eftir Sævar Helga Bragason sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út. Elías Rúni myndlýsti. 
  • Stórkostlega sumarnámskeiðið eftir Tómas Zoëga sem Forlagið - Mál og menning gefur út. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndlýsti. 

​Myndlýsingar í barnabókum

  • ​Skrímslaveisla eftir Áslaugu Jónsdóttur sem Forlagið – Mál og menning gefur út. Bókina vann Áslaug í samvinnu við Kalle Güttler og Rakel Helmsdal. 
  • Vísindalæsi 5 – ​Kúkur, piss og prump eftir Elías Rúna sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út. Höfundur textans er Sævar Helga Bragason. 
  • ​Matti og Maurún eftir Laufeyju Jónsdóttur sem Bókafélagið gefur út. Höfundur textans er Marco Mancini. 
  • ​Tumi fer til tunglsins eftir Lilju Cardew sem Bókabeitan gefur út. Höfundur textans er Jóhann G. Jóhannsson. ​
  • Tjörnin eftir Rán Flygenring sem Angústúra gefur út. 

​​Þýddar barna- og ungmennabækur

  • ​Matti og Maurún eftir Marco Mancini sem Andreas Guðmundsson Gähwiller, Laufey Jónsdóttir og Marco Mancini þýddu í sameiningu og Bókafélagið gefur út. Laufey Jónsdóttir myndlýsti. 
  • ​Kynsegin eftir Maia Kobabe sem Elías Rúni og Mars Proppé þýddu og Salka gefur út. 
  • ​Ég og Milla –  Allt í köku eftir Anne Sofie Hammer sem Jón St. Kristjánsson þýddi og Forlagið – Vaka-Helgafell gefur út. Sofie Lind Mesterton myndlýsti. 
  • ​Lockwood og Co. – Öskrin frá stiganum eftir Jonathan Stroud sem Sólveig Sif Hreiðarsdóttir þýddi og Kver bókaútgáfa gefur út. ­Alessandro „Talexi“ Taini myndlýsti. 
  • ​Risaeðlugengið – Leyndarmálið eftir Lars Mæhle sem Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson þýddu og Forlagið - Mál og menning gefur út. Lars Rudebjer myndlýsti. 

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipa þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir (formaður, skipuð af Reykjavík bókmenntaborg UNESCO), Arngrímur Vídalín (skipaður af Rithöfundasambandi Íslands) og Bergrún Adda Pálsdóttir (skipuð af Félagi íslenskra teiknara).  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka