Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir

ESB hefur kostað umfjöllun Rúv. um innleiðingu regluverks þess hér …
ESB hefur kostað umfjöllun Rúv. um innleiðingu regluverks þess hér á landi. Stjórnarmaður telur fullt tilefni til að það verði gaumgæft. mbl.is/Eggert

Evrópska umhverfismálaáætlunin LIFE, sem meðal annars hefur kostað umfjöllun í Ríkisútvarpinu, er nú til endurskoðunar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) vegna pólitískrar misnotkunar.

Ingvar Smári Birgisson, sem situr í stjórn Rúv. ohf., segir það fullt tilefni til þess að ríkismiðillinn hugsi sinn gang um styrkta dagskrárgerð, sérstaklega frá erlendum ríkjum.

Í liðnum mánuði voru sérstök viðvörunarorð bókuð í stjórn Ríkisútvarpsins ohf., vegna kostunar á dagskrárefni Rúv. með styrkjum frá hagsmunaaðilum hvers konar, en þar var sérstaklega vísað „til LIFE Icewater-verkefnisins, þar sem fyrirhugað er að stofnunin fái styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við umfjöllun sína um verkefnið“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert