„Maður veit aldrei hvenær slysin geta gerst“

Ljósmynd sem Tinna tók af holunni um helgina.
Ljósmynd sem Tinna tók af holunni um helgina. Ljósmynd/Tinna Gunnarsdóttir

„Maður veit aldrei hvenær slysin geta gerst,“ segir Tinna Gunnarsdóttir, leiðsögumaður og björgunarsveitarmaður, sem varð vör við holu sem nýlega hafði myndast við Brúna milli heimsálfa um helgina. Virðist sprunga vera þar undir.

Tinna gengur um svæðið mjög reglulega og segir holuna ekki hafa verið þar þegar hún var síðast á staðnum, fyrir um viku eða tveimur síðan.

Hugurinn leitar til slyssins í Grindavík

„Maður verður oft var við svona holur þegar maður er að ganga á fjöllum á Reykjanesinu, en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona á fjölförnum stað,“ segir Tinna í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert