Börn keyrð á milli staða til að fremja afbrot

Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir línuna á …
Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir línuna á milli áhættu- og afbrotahegðunar barna orðna mjög þunna. Samsett mynd/Ríkislögreglustjóri/Ásta Kristjáns/Colourbox

Lögreglan sér neikvæða þróun og fleiri birtingarmyndir á því að börn séu hagnýtt af bæði innlendum og erlendum hópum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi.

Tilgangurinn er meðal annars að fá börn og unglinga til að dreifa fíkniefnum, taka þátt í þjófnaði, innbrotum og fremja ofbeldisbrot. Þá er kynbundu ofbeldi gjarnan beitt.

Línan á milli áhættu- og afbrotahegðunar barna er orðin mjög þunn og ákveðinn hópur sækist í að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Þá hefur aðgengi að samfélagsmiðlum opnað börnum nýjan heim.

Skortur á viðeigandi meðferðarúrræðum getur hafa átt einhvern þátt í þeirri neikvæðu þróun sem orðið hefur í sambandi við birtingarmyndir hagnýtingar hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert