Tveir piltar liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt umferðarslys á Siglufjarðarvegi á föstudagskvöld. Ökumaður bifreiðarinnar og þrír farþegar slösuðust í slysinu en fram hefur komið að þeir séu allir komnir úr lífshættu.
Lögreglan á Norðurlandi Vestra segist ekki hafa fengið upplýsingar í dag um líðan piltanna.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefur boðið til samverustundar í skólanum í dag vegna slyssins en þrír piltanna eru nemendur við skólann.