Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar

Maðurinn kom fram stuttu síðar.
Maðurinn kom fram stuttu síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan og björgunarsveitarlið var kallað til á tíunda tímanum í kvöld til að leita að manni við Seljabraut í Breiðholti. Leitinni er lokið en maðurinn kom fram stuttu eftir að hún hófst. 

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Hann hafði ekki upplýsingar um ástand þess sem leitað var að. Notast var við leitarhunda og dróna við leitina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert