Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her

Landsmenn virðast ekki vilja íslenskan her.
Landsmenn virðast ekki vilja íslenskan her. mbl.is/Sigurður Bogi

Meirihluti landsmanna er andvígur því að stofnaður verði her hér á landi, eða um 72%. Aðeins 14% eru hlynnt stofnun hers og sama hlutfall er hvorki hlynnt né andvígt. 

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups en Ríkisútvarpið greinir frá. 

Töluverðan mun má greina á afstöðu kynjanna. Í kringum 20% karlmanna eru hlynnt íslenskum her en aðeins 8% kvenna. 

Þá má einnig greina mun á afstöðu eftir því hvaða flokk svarendur segjast myndu kjósa.

Í kringum 24% kjósenda Miðflokksins vilja sjá íslenskan her á meðan 94% kjósenda Sósíalistaflokksins vilja ekki íslenskan her. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert