Opið í Skarðsdal alla páskana

Skarðsdalur á Siglufirði. Þar er einn nyrsti skógur á Íslandi …
Skarðsdalur á Siglufirði. Þar er einn nyrsti skógur á Íslandi og einnig skíðasvæði Siglfirðinga. mbl.is/Sigurður Ægisson

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið alla páskana, föstudag til mánudags. Þetta staðfesti Birgir Egilsson svæðisstjóri þar við mbl.is í dag.

„Við tókum stöðuna og ég skoðaði hvar við gætum fengið snjó. Við getum notað næstu tvo dagana í að moka til snjó hérna í tvær lyftur,“ segir Birgir við mbl.is.

Hann segir ekki um sérstaka dagskrá verða að ræða í Skarðsdal um páskana, svæðið verði einfaldlega opið frá tíu til fjögur þessa fjóra daga „og við hvetjum bara alla til að koma og skíða“, segir Birgir glaðbeittur í lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert