Spáir hæglætisveðri um páskahátíðina

Páskaveður Fátt er landanum mikilvægara en veður um páskana. Á …
Páskaveður Fátt er landanum mikilvægara en veður um páskana. Á Húsavík hefur snjó verið mokað í skafla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

„Við liggjum í einhverri norðanátt næstu daga sem ætti enn þá að vera við lýði á skírdag, þá ætti að vera svöl norðanátt og éljagangur fyrir norðan, en þurrt hérna syðra,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið leitar svara um páskaveðrið hjá honum, eitt mikilvægasta veður landsins við hlið sumar- og jólaveðurs.

Í framhaldinu, frá föstudeginum langa og fram að lokum píslargönguhátíðarinnar, kveðst Birgir hins vegar reikna með hæglætisveðri á landinu, hægum vindi og víða léttskýjuðu þótt hann telji lágský geta slæðst inn hér og þar. „Eigum við ekki bara að segja hægur vindur og víða þurrt en talsverð dægursveifla, hiti ætti að geta komist í tvö til átta stig yfir daginn en alveg niður fyrir frostmark á nóttunni,“ segir veðurfræðingurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert