Áform Veitna í Heiðmörk orka tvímælis

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, geldur varhug við áformum Veitna um að banna bílaumferð almennings um Heiðmörk. Hún segir að menn þurfi að staldra við og tryggja fyrst aðkomuna að Heiðmörk áður en tilkynnt sé bann við bílaumferð.

„Það er mjög mikilvægt að standa vörð um vatnsvernd í Heiðmörk en það er líka mikilvægt að standa vörð um Heiðmörk sem helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Það þarf að tryggja að fólk komist að svæðinu. Áður en menn geta farið að loka einhverju þarf að tryggja aðkomuna,“ segir Ingibjörg og bendir á að eins og sakir standi sé ekki einu sinni hægt að fara með strætó að Heiðmörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert