Fósturforeldrar Oscars mótmæltu við dómsmálaráðuneytið

Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, afhenda skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins yfirlýsingu.
Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, afhenda skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins yfirlýsingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fósturforeldrar 17 ára kólumbísks drengs sem vísa á úr landi í dag afhentu dómsmálaráðuneytinu í morgun kröfubréf um að fresta eigi brottvísun hans.

Tugir manna mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í morgun brottvísun hins 17 ára Oscars And­ers Florez Boca­negra en að óbreyttu verður honum vísað til Kólumbíu í dag.

Oscar flúði til Íslands­ með föður sín­um árið 2022. Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og hafa af­salað sér for­ræði.

Í októ­ber 2024 var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eftir að þeir fengu synjun og endaði Oscar einn á göt­unni í Bogotá, þar sem hann var í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an sótti hann og kom hon­um aft­ur til Íslands. En nú á að vísa honum aftur úr landi, þar sem honum var synjað um málsmeðferð hér á landi á grundvelli þess að hann hafi þegar sótt um vernd áður.

Fósturfjölskylda Oscars og No Bor­ders stóðu fyrir mót­mæl­un­um í morgun, …
Fósturfjölskylda Oscars og No Bor­ders stóðu fyrir mót­mæl­un­um í morgun, sem stóðu yfir frá kl. 9-10. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, sóttu hann til Kólumbíu og …
Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, sóttu hann til Kólumbíu og komu hon­um aft­ur til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fósturfjölskylda Oscars og No Bor­ders stóðu fyrir mót­mæl­un­um í morgun, sem stóðu yfir frá kl. 9-10. 

Í bréfinu sem fósturforeldrar Oscars, Svavar og Sonja, afhentu skrifstofustjóra ráðuneytisins í dag er þess krafist að brottvísun Oscars verði „tafarlaust stöðvuð fyrir lok skrifstofutíma og honum verði veitt dvalarleyfi“, að íslensk stjórnvöld fari að eigin lögum og alþjóðlegum skuldbindingum“ og að Oscar fái að alast upp „í öryggi, með vernd og umhyggju“.

Þrjátíu prestar í þjóðkirkjunni hafa fordæmt brottvísunina, eins og mbl.is greindi frá í gær.

Stefanía Svavarsdóttir söngkona lét í sér heyra á mótmælunum.
Stefanía Svavarsdóttir söngkona lét í sér heyra á mótmælunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert