„Fylgjumst vel með stöðunni“

Airbus-vél Icelandair.
Airbus-vél Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Ein ferð á vegum Icelandair er til Spánar í dag en víðtækt rafmagnsleysi er á Spáni og Portúgal og víða hefur rafmagnstruflunin raskað flugvallar- og lestarsamgöngum.

„Við erum með eitt flug á dagskránni til Spánar í dag. Það er til Barcelona og var vélin að lenda þar fyrir nokkrum mínútum. Flugvöllurinn þar er starfandi á varaafli,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við mbl.is.

Guðni segir að vélin eigi að fara í loftið frá Barcelona klukkan 13.45 og sé hún á áætlun.

„Við komum til með að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert