Mannaferðir við Selásskóla í Árbæ, sem greint var frá fyrr í dag, reyndust eiga sér eðlilegar útskýringar og ekkert saknæmt sem þar var á ferðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá skólanum til lögreglunnar um óvelkomnar mannaferðir, og fóru lögreglumenn á vettvang til þess að kanna málið.
Reyndist það eiga sér eðlilegar útskýringar og ekkert refsivert sem þar átti sér stað. Var málið unnið í góðri samvinnu við skólann.
„Það er nú betra að við förum of oft til þess að kanna svona mál heldur en of sjaldan,“ sagði varðstjóri við mbl.is um málið.