Ruslabíll brennur í Vesturbænum

Slökkvistarf stendur nú yfir í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kom upp í ruslabíl.

Stefán Már Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að um sé að ræða pappapressubíl og að aðkoman sé erfið.

„Það er mjög erfitt að komast að þessu en það logar inni í bílnum ennþá og glussakerfið datt út. Það er bara verið að vinna í þessu,“ segir Stefán.

Slökkviliðið að störfum við ruslabílinn í dag.
Slökkviliðið að störfum við ruslabílinn í dag. Ljósmynd/Hilmar Þór Norðfjörð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert