Samfylkingin brennuvargar en Framsókn slökkviliðið

Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri.
Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri. mbl.is/Eyþór

Frábært en ekki óvænt að sjá góðan rekstrarafgang hjá borginni á því ári sem við í Framsókn stýrðum borginni,“ segir í Facebook-færslu Einars Þorsteinssonar, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, um rekstur Reykjavíkurborgar 2024 sem var kynntur í dag. 

Kom þar fram að rekst­ur A-hluta Reykja­vík­ur­borg­ar var já­kvæður um 4,7 millj­arða. Þá var rekstr­arniðurstaða A- og B-hluta borg­ar­inn­ar fyr­ir árið 2024 sam­an­lagt já­kvæð um 10,7 millj­arða króna. 

Í færslunni segir Einar að betur megi ef duga skal. 

„Áfram þarf að bæta þjónustu við íbúa og tryggja að borgin eigi fyrir fjárfestingum í leik- og grunnskólum, samgöngumálum, íþróttum og menningu. 

Á sama tíma er hjákátlegt að sjá brennuvargana í fjármálum borgarinnar, borgarstjóra Samfylkingarinnar sem neitaði að skera niður, halda blaðamannfund til að kynna árangurinn eftir að Framsókn tókst að slökkva eldana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka