Stefna að sjálfbærum rekstri

Heiða Björg Hilmisdóttir kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu í dag.
Heiða Björg Hilmisdóttir kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eyþór

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur segir í samtali við Morgunblaðið að stefnt sé að því að gera rekstur borgarinnar sjálfbæran, en að í þeim efnum standi ekki til að skera niður í rekstrinum heldur fara betur með.

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var birtur í dag og reyndist rekstrarniðurstaða aðalsjóðs jákvæð um sem nemur 4,7 milljörðum króna, en það er sú starfsemi borgarinnar sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum.

Þegar litið er fram hjá óreglulegum liðum í rekstrinum, svo sem sölu eigna, er niðurstaða sjóðsins neikvæð.

Innt eftir þessu og spurð hvort meirihlutinn ætli að grípa til aðgerða til að ná fram sjálfbærum grunnrekstri, segir borgarstjóri:

„A-hlutinn [það er aðalsjóður borgarinnar] er nokkuð vel staddur, með lágt skuldahlutfall, ef svo má segja. Við seldum minna af eignum heldur en var gert ráð fyrir, þannig að það var í rauninni lægri upphæð í þessum ársreikningi en gert var ráð fyrir í áætluninni. En tekjurnar sem að jukust voru auðvitað bara fyrst og fremst útsvarið sem var að hækka.“

Færist nær sjálfbærum rekstri

Hún segir það markmið meirihlutans að reksturinn verði sjálfbær.

„Við erum að færast nær því, við getum alveg sagt að við séum að verða sjálfbær. Við erum með ákveðin kennileiti sem við viljum að verði sterkari og við ætlum okkur að ná því á þessu ári.“

Hvaða aðgerðir miða að því að ná þessum markmiðum? Eruð þið fyrst og fremst að treysta á að tekjurnar séu að aukast í formi skatta eða eruð þið raunverulega að gera eitthvað til þess að skera niður?

Já, við erum í margvíslegum aðgerðum til þess að, ekki skera niður, heldur bara fara betur með. Og við höfum lagt mikla áherslu á það að markmið okkar er ekkert eitthvað sérstaklega að fækka starfsfólki eða slíkt. Við viljum bara nýta tíma starfsfólks betur.

Nánar er rætt við Heiðu í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á morgun, laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert