Afgangur af ósjálfbærum rekstri

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fór yfir það sem hæst bar …
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri fór yfir það sem hæst bar í uppgjöri borgarinnar í ráðhúsinu í gær. Morgunblaðið/Eyþór

Reykjavíkurborg kynnti í gær ársreikning ársins 2024. Rekstur aðalsjóðs reyndist jákvæður um 4,7 milljarða sem er viðsnúningur upp á 9,7 milljarða frá árinu 2023.

Þrátt fyrir jákvæðan viðsnúning blasir við að grunnrekstur borgarinnar er enn ósjálfbær. Ef ekki væri fyrir óreglulega liði á borð við sölu eigna og byggingarrétta, sem samtals nema 12,5 milljörðum, væri niðurstaðan neikvæð um 8,5 milljarða – og það þrátt fyrir að tekjur, einkum skatttekjur, hafi hækkað um 18 milljarða króna milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert