Þróun bendir til að raforkuverð hækki 2026

Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um …
Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um áramót. mbl.is/sisi

Smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækkar líklega um áramót. Þetta má lesa í þróun á heildsölumarkaði með grunnorku en meðalverð grunnorkusamninga fyrir næsta ár hefur hækkað um 9% frá fyrra ári.

Stendur það nú í tæplega 8,3 kr./kWst. Enn eru tæpir átta mánuðir til áramóta og getur því margt gerst á því tímabili sem hefur áhrif á verðmyndun. Til að mynda hefur vatnsstaða í miðlunarlónum Landsvirkjunar áhrif og svokölluð aflþjónusta Landsvirkjunar. Þá eru eldri ódýrari raforkusamningar að renna út, sem áður höfðu haldið heildarkostnaði smásala niðri.

„Með opnun raforkumarkaða á síðasta ári hefur gegnsæi viðskipta stóraukist, bæði hvað varðar raforkuverð og framboðs- og eftirspurnarmagn af raforku. Þetta aukna gegnsæi mun án efa setja umræðuna um raforku á hærra plan á Íslandi,“ segir Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar orkumiðlunar hjá ON. 

Nánari umfjöllun er að finna á bls. 24 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert