Kynferðislega áreitt í Bláa lóninu

Frá Bláa lóninu.
Frá Bláa lóninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílstjóri bandarískra hjóna segir frá kynferðislegri áreitni sem þau urðu fyrir í Bláa lóninu í myndbandi á Tiktok.

Bílstjórinn heitir Bjarki og blöskraði honum svo atvikið og viðbrögð starfsfólks Bláa lónsins að honum fannst hann knúinn til þess að segja frá atvikinu sem átti sér stað í gær.

Hann segir frá því hversu jákvæð og skemmtileg hjónin hefðu verið þegar hann skutlaði þeim í lónið. Þau hefðu hins vegar verið niðurbrotin þegar hann sótti þau aftur.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá lýsingu Bjarka og staðfesti Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs-, og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að bandarísk hjón hefðu tilkynnt starfsfólki um atvik er varðaði annan erlendan ferðamann í lóninu.

Fékk sáðlát í átt að konunni

Hjónin sögðu Bjarka að gestur í lóninu hefði stundaði sjálfsfróun um metra frá konunni, starað á hana og fengið sáðlát.

Konunni hafi eðlilega verið brugðið og forðað sér úr aðstæðunum og farið upp úr lóninu og í sturtu.

Hún hafi í kjölfarið sagt starfsfólki í afgreiðslunni frá atvikinu en starfsfólkið hafi ekki gert neitt.

„Þau báðust ekki til að hringja í lögregluna. Þau spurðu ekki hvernig maðurinn leit út. Þau spurðu ekki sirka klukkan hvað þetta gerðist eða hvar hann var í lauginni. Þau báðust ekki einu sinni afsökunar,“ segir Bjarki í myndbandinu.

Bjarki keyrði hjónin á lögreglustöð og gáfu þau þar skýrslu um atvikið. Að því loknu skutlaði hann þeim út á flugvöll en þau voru á leið úr landi.

Helga sagði RÚV að hjónin hefðu verið farin áður en starfsfólk lónsins hefði getað hafið viðbragðsferli. Þó hafi náðst nafn og myndefni af gerandanum í málinu og geti þau afhent lögreglu þær upplýsingar sé þess óskað.

@bjarkiva Kynferðisleg áreitni á sér engann stað hér a landi, og þeir sem gera ekkert til að aðstoða þolanda eru líka gerendur, meiri að segja ef það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. #ísland #íslenskt #fyp @Blue Lagoon Iceland ♬ original sound - BjarkiVA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert