Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbungu rétt eftir klukkan 5.30 í morgun.
Skjálftinn mældist rúmlega sex kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu á 2,5 km dýpi en skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu og síðast í lok apríl mældist skjálfti þar af sömu stærð.