Myndir: Forsetahjónin buðu til kvöldverðar

Halla tekur á móti Karli Gústaf Svíakonungi.
Halla tekur á móti Karli Gústaf Svíakonungi. Ljósmynd/Clément Morin

Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, buðu til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum í kvöld á veitingastaðnum K-märkt í Stokkhólmi þar sem íslenska kokkalandsliðið sá um veitingar. 

Boðið var upp á veitingar úr íslensku úrvalshráefni. Söngkonan og uppistandarinn Vigdís Hafliðadóttir sá um að skemmta gestum. 

Þar með er öðrum degi ríkisheimsóknar Höllu til Svíþjóðar lokið en á morgun mun Halla ásamt fylgdarliði halda til Torsåker þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. 

Heimsókninni lýkur svo í Rosersbergs-höllinni á morgun þegar konungurinn kveður gestina. 

Konungs- og forsetahjónin ásamt Karl Filip prins, Daníel prins og …
Konungs- og forsetahjónin ásamt Karl Filip prins, Daníel prins og krónprinsessunni. Ljósmynd/Clément Morin
Björn Skúlason ræðir við krónprinsessuna.
Björn Skúlason ræðir við krónprinsessuna. Ljósmynd/Clément Morin
Halla ávarpaði gesti við upphaf móttökunnar.
Halla ávarpaði gesti við upphaf móttökunnar. Ljósmynd/Clément Morin
Forsetahjónin ásamt gestum.
Forsetahjónin ásamt gestum. Ljósmynd/Clément Morin






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka