Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, heimsækja í dag Karolinska háskólasjúkrahúsið, Viðskiptaháskólann í Stokkhólmi, Konunglega tækniháskólann og kvikmyndahúsið.
Þetta er annar dagurinn af þremur í ríkisheimsókn forsetahjónanna í Svíþjóð.
Með í för eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs.
Karolinska sjúkrahúsið hefur verið samstarfsaðili íslenskra heilbrigðisstarfsmanna og gefst forsetahjónunum meðal annars tækifæri á að skoða bráðalækningarbúnað og björgunarþyrlu á þaki hússins sem hefur nýst íslendingum í sjúkraflutningum.
Deginum lýkur síðan með móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum í boði forsetahjónanna þar sem íslenska kokkalandsliðið reiðir fram veitingar úr íslensku hráefni.
Í grein af vef forseta kemur fram að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja hin góðu tengsl landanna og vinna að frekara samstarfi svo sem á sviði heilbrigðismála, kvikmyndagerðar og öryggismála.