Vilja karlmennina þrjá í áframhaldandi varðhald

Rannsókn málsins miðar vel að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns …
Rannsókn málsins miðar vel að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönum vegna rannsóknar á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp sem upp kom 10. mars síðastliðinn.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is en maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Gæsluvarðhald yfir mönnum á að renna út í dag. Á tímabili voru sjö í varðhaldi vegna málsins en fjórum var sleppt.

Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins miði vel og hún sé langt komin en enn sé þó verið að afla gagna í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka