DJ Bambi vekur athygli í Danmörku

Skáldsagan DJ Bambi kom út hér á landi haustið 2023.
Skáldsagan DJ Bambi kom út hér á landi haustið 2023. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skáldsagan DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur kom út hjá Batzer í Danmörku fyrir stuttu í þýðingu Kims Lembek og hefur hlotið góða dóma í miðlum þar í landi. Bókin fær fimm stjörnur af sex mögulegum hjá gagnrýnanda Jyllands-Posten en þar segir meðal annars: „Auður Ava Ólafsdóttir hefur gert það aftur. Skrifað algjörlega ómissandi skáldsögu með sammannlegri dýpt, hæð og breidd.“

Gagnrýnandinn Henriette Bacher Lind ráðleggur fólki á myrkum tímum, þegar tæplega sé hægt að sjá nokkra ljósa punkta, að lesa bækur Auðar Övu: „Því hún veit hvað von er, því hún skilur hugmyndina um von.“ Hún segir DJ Bamba vera „töfrandi og aðdáunarverða“.

Í Informationer fyrirsögn gagnrýninnar „Ljóðræn vörn fyrir jafnrétti“, bókin sögð vera frábær og túlkun transkonunnar Logns meistaraleg. Gagnrýnandi Weekendavisen skrifar að í bókinni megi finna „ljósgráa sorg, sem sé gegnsýrð af húmor“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert