Ég get lítið haldið á barnabörnunum

Í dag reyni ég að gera eins lítið og hægt …
Í dag reyni ég að gera eins lítið og hægt er til að halda einkennum í skefjum, segir Helga sem nú notar hjólastól til flestra ferða í daglegu lífi. mbl.is/Eggert

„Vitneskja almennings um sjúkdóminn þarf að vera almennari og meiri en nú er og þjónusta okkur til handa betri,“ segir Helga Fanney Edwardsdóttir, formaður ME-félagsins á Íslandi. Næstkomandi mánudag, 12. maí, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um ME-sjúkdóminn sem talið er að minnst 3.500 manns á Íslandi glími við.

Heitið ME er dregið af enska heitinu Myalgic Encephalomyelitis, sem í lauslegri þýðingu gæti kallast vöðvaverkir eða heila- og mænubólga. „Nærri lagi væri að tala um magnþrot hjá ME-sjúklingum. Í besta falli er orðið síþreyta nytsamlegt til að lýsa sjúkdómseinkennum en ekki sem nafn á sjúkdómi,“ segir Helga. Meira mætti þá segja og fróðleikur er á mefelag.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert