Fagnar reynslumiklum páfa

David Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, fór fyrir minningarmessu …
David Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, fór fyrir minningarmessu og bænastund fyrir sálu Frnas páfa þann 22. apríl. mbl.is/Karítas

Dav­id B. Tencer, bisk­up kaþólsku kirkj­unn­ar á Íslandi, er hæstánægður með nýjan páfa, Leó XIV.

Í samtali við mbl.is segir hann það traustvekjandi að nýr páfi hafi reynslu af störfum biskups en Leó var áður erkibiskup í Perú. Fyrir tveimur árum var hann svo valinn af Frans páfa til að sjá um að velja næstu kyn­slóð bisk­upa.

Nýkjörinn páfi, Leó XIV.
Nýkjörinn páfi, Leó XIV. AFP/Filippo Monteforte

„Reynsla sem gerir honum kleift að skilja alla“

Aðspurður segist David gleðjast yfir nýjum páfa, sérstaklega vegna reynslu hans frá fyrri störfum.

„Hann var yfirmaður í biskupadeildinni, hann var kardínálinn sem var ábyrgur fyrir henni. Þannig þekkir hann fyrst og fremst marga biskupa um allan heim en hann veit líka hvernig það er að vera biskup af því að hann var sjálfur biskup í Perú.

Þetta er reynsla sem gerir honum kleift að skilja alla, ekki bara fólkið í kringum hann,“ segir David.

Leó páfi hefur reynslu af störfum biskups. Hann var áður …
Leó páfi hefur reynslu af störfum biskups. Hann var áður erkibiskup í Perú en fyrir tveimur árum var hann valinn af Frans páfa til að sjá um að velja næstu kyn­slóð bisk­upa. AFP/Vatican Media

Eins og svar frá Leó páfa

David segir alla á biskupsstofu hafa horft saman á útsendinguna frá Vatikanínu, talað saman og beðið bænir saman. Mikill eldmóður hafi ríkt meðal hópsins.

„Á meðan á útsendingunni stóð hugsaði ég með mér „hvað getum við gert fyrir hann?“,“ segir David og bendir á að ekki sé einfalt að vera páfi í dag.

„Á sama augnabliki sagði Leó sjálfur í útsendingunni „biðjið fyrir mér“. Það var eins og svar við vangaveltunni.“

Þegar David horfði á útsendinguna frá Vatikanínu hugsaði hann með …
Þegar David horfði á útsendinguna frá Vatikanínu hugsaði hann með sér hvað hann gæti gert fyrir Leó páfa, á því augnabliki sagði nýkjörni páfinn „biðjið fyrir mér“. AFP/Tiziana Fabi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert