Maðurinn hafi hótað ættingjum sínum

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem leidd­ur var út í járn­um við aðgerð lög­regl­u og sér­sveitar rík­is­lög­reglu­stjóra í fjölbýl­is­húsi í efri byggð Kópa­vogs í dag hafði hótað ættingjum sínum. Maðurinn er þekktur hjá lögreglu.

Varðstjóri lögreglunnar mat aðstæður sem svo að þörf væri á aðstoð sérsveitarinnar við handtökuna.

Þetta segir Sigrún Kristín Jónasdóttir, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við mbl.is. Það sé ekki óeðlilegt að lögreglan óski eftir aðstoð sérsveitar.

„Við vitum alveg hver hann er“

Aðspurð segir Sigrún lögregluna oft fá sérsveitina til að vera sér innan handar við handtökur, „sérstaklega ef þetta er einhver sem er þekktur aðili hjá lögreglu“.

„Þá er miklu betra að fá aðstoð frá þeim og allt gangi vel fyrir sig heldur en að við séum að fara of fá á staðinn.“

Er viðkomandi semsagt þekktur hjá lögreglu?

„Ekki þannig þekktur en við vitum alveg hver hann er. Þetta er bara gert til að tryggja öryggi allra. Til að þetta fari ekki í einhverja algjöra vitleysu.“

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Sérsveitin er sögð hafa mætt með sérhæft tæki sem notað …
Sérsveitin er sögð hafa mætt með sérhæft tæki sem notað er til að brjóta upp hurðir. Ljósmynd/Aðsend
Maðurinn leiddur í burtu í járnum.
Maðurinn leiddur í burtu í járnum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert