Ofbeldisbrot í Reykholti: Rannsókn lokið

Frá Reykholti.
Frá Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn lögreglu í máli er varðar grun um alvarlegt ofbeldisbrot í Reykholti í Biskupsstungum í lok apríl á síðasta ári er lokið og er málið komið til héraðssaksóknara.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Þrír karlmenn og eina kona, allt Íslendingar, voru í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið en sá sem varð fyrir ofbeldinu var eldri maður með maltneskt ríkisfang sem hefur verið hér á landi í langan tíma. Brotin vörðuðu meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

Í frétt RÚV um málið í maí í fyrra kom fram að samkvæmt heimildum RÚV hafi fólkið haldið einstaklingnum í nokkra daga í kjallara íbúðar sem hann leigði af einum gerandanna, þar sem brotin áttu sér stað.

Þau hafi síðan keyrt hann upp á Keflavíkurflugvöll til að senda hann úr landi. Þar kom einnig fram að gerendurnir tengist fjölskylduböndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert