Sagði að sér hafi verið haldið nauðugri

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og skýrslutöku.
Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og skýrslutöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær og var grunaður um líkamsárás og frelsissviptingu var látinn laus eftir yfirheyrslu og skýrslutöku í gærkvöld.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir í samtali við mbl.is að kona hafi haft samband við lögregluna og sagt að sér hafi verið haldið nauðugri yfir nótt í íbúð í iðnarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði en konan var gestkomandi hjá manninum.

Sævar segir að hvorki hafi verið nein merki um áverka á konunni né að brotið hafi verið á henni kynferðislega en bæði hafa þau áður komið við sögu lögreglunnar. Hann segir að málið verði ekki rannsakað nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert