Sérsveitin aðstoðar lögregluna í Kópavogi

Sér­sveit­in er sögð hafa mætt með sér­hæft tæki sem notað …
Sér­sveit­in er sögð hafa mætt með sér­hæft tæki sem notað er til að brjóta upp hurðir. Ljósmynd/Aðsend

Lög­regl­an og sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra fór í aðgerð í fjölbýlishúsi í efri byggð Kópavogs rétt upp úr klukkan tvö í dag.

Að sögn sjónarvotta komu tveir sérsveitarbílar og einn merktur lögreglubíll á vettvang.

Sérsveitin er sögð hafa mætt með sérhæft tæki sem notað er til að brjóta upp hurðir. Lögreglumenn hafi þá farið á bak við húsið og fjórir sérsveitarmenn farið inn í húsið.

Tíu mínútum seinna var einn maður leiddur út í járnum.

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend
Maðurinn leiddur í burtu í járnum
Maðurinn leiddur í burtu í járnum Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka