Steypireyður máluð í 18 stiga hita

Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við á Grænuvöllum í gærmorgun.
Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við á Grænuvöllum í gærmorgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Krakkarnir á Árholti á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér lítið fyrir og máluðu steypireyði í raunstærð á götuna fyrir utan leikskólann í gær.

Listaverkið er liður í hvalaskólanum þar sem nemendur læra um hvali og hvalaskoðun, fara á hvalasafnið og skoða hvalaskoðunarbáta. Skólanum lýkur svo með sýningu á safnahúsi bæjarins.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sendu Katrínu bréf

Börnin sendu sveitarstjóra Norðurþings, Katrínu Sigurjónsdóttur, bréf og báðu um leyfi til þess að loka götunni til að geta málað hvalinn. Bréfið var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs í vikunni og leyfi til lokunar veitt. 

Í bréfinu segjast börnin ætla að gera tilraun með málverkið og athuga hversu mörg börn þarf til að fylla upp í eina steypireyði.

Börnin voru heppin með veður, en einmunablíða var á Húsavík. Klukkan 10 að morgni mældist hiti 18 stig og því vel hægt að mála hvalinn á stuttermabol.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert