Stór skjálfti við Grjótárvatn

Jarðskjálfi að stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn í morgun.
Jarðskjálfi að stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfi að stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn í Borgarfirði klukkan 6.17 í morgun.

Í tilkynningu frá náttúrvakt Veðurstofu Íslands segir að þetta sé með stærstu skjálftum sem mælst hafa á þessu svæði síðan virkni hófst á svæðinu árið 2021, en þann 15. apríl sl. varð skjálfti 3,7 að stærð á þessu svæði.

Fram kemur að skjálftar á þessu svæði séu nokkuð djúpir, yfirleitt á um 15 til 20 km dýpi og að engin önnur skjálftavirkni hafi fylgt í kjölfar þessa skjálfta.

Skjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu hef­ur auk­ist frá ár­inu 2021 og á síðasta ári ákváðu sér­fræðing­ar Veður­stofu Íslands að auka vökt­un á svæðinu. Síðasta haust var mæli komið fyr­ir í Hít­ar­dal, nærri upp­tök­um skjálft­anna.

Virkn­in er að mestu á svæði í kring­um þrjú vötn, Grjótár­vatn, Há­leiks­vatn og Langa­vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert