Enginn hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Potturinn verður því tvöfaldur í næsta útdrætti.
Einn miðahafi var hins vegar með bónusvinningin og mun því fá rúmar 430 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Þá var enginn með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum. Fimm miðahafar voru þó með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut.
Var einn miðinn keyptur í Lottó appinu en hinir fjórir eru í áskrift.