Húseiganda synjað um bílastæði á lóð

Hér má sjá eitt af fjölmörgum bílastæðum sem eru við …
Hér má sjá eitt af fjölmörgum bílastæðum sem eru við götuna. mbl.is

Eigendur húss við Fjólugötu í Reykjavík hafa fengið synjun við þeirri ósk að fá að útbúa bílastæði á lóð sinni.

Skipulagsfulltrúi borgarinnar hafði tekið neikvætt í erindið og skaut húseigandinn þeirri ákvörðun til umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.

Á fundi ráðsins 30. apríl sl. var niðurstaða skipulagsfulltrúa staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og einu atkvæði Framsóknarflokksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu í bókun rétt að heimila viðkomandi húseigendum að leggja bifreiðastæði á lóð sinni, líkt og fjölmörg fordæmi eru fyrir í götunni og öðrum nærliggjandi götum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert