Hlýrra loft sækir að landinu

Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 17 á þriðjudag.
Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 17 á þriðjudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í morgunsárið var lægðardrag austur af landinu og eimdi eftir af éljagangi næturinnar á Norðaustur- og Austurlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Kemur þar fram að í dag fjarlægist dragið og áttin verði suðvestlæg. Víða verði gola eða kaldi og smáskúrir á víð og dreif.

Það léttir til um landið norðaustanvert. Hiti verður á bilinu 5 og 11 stig yfir daginn. Seint í dag mun smám saman bæta í vind á norðvesturhluta landsins.

Talsverð hlýindi fram undan

„Á morgun sækir hlýrra loft að landinu. Áttin verður þó áfram suðvestlæg, víða 8-15 m/s, hvassast á Norðurlandi,“ segir í hugleiðingunum.

Þurrt og bjart veður verður um landið norðaustan- og austanvert, annars skýjað og sums staðar dálítil væta. Mun þá létta til yfir daginn norðvestanlands. Hlýjast verður á Austurlandi, 7-16 stig.

„Í framhaldinu er svo útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með talsverðum hlýindum, einkum um landið norðaustanvert.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert