Merkar stríðsminjar má víða finna

Skotbyrgi falið í skógarrjóðri í brekku neðan við einbýlishús í …
Skotbyrgi falið í skógarrjóðri í brekku neðan við einbýlishús í Hólahverfi Breiðholts í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Íslandssögunni er 10. maí einn af stóru dögunum. Þá, árið 1940, fyrir 85 árum, hernámu Bretar Ísland, sem var þýðingarmikil aðgerð í heimsstyrjöldinni sem þá var hafin. Þjóðverjar ásældust norðurhöf sem varð að verja. Herskip Breta, tvö beitiskip og fimm tundurspillar, renndu inn á Reykjavíkurhöfn á óttun nætu.  Áður hafði stór flugvél flogið yfir Reykjavík; eins konar váfugl sem boðaði hvað í uppsiglingu væri.

Hermennirnir, fyrsti hópurinn sem var um 750 manns, voru að hluta unglingspiltar frá Jórvíkurskíri á Englandi með litla herþjálfun. Fyrirstaðan í Reykjavík var heldur engin, samanber að lögreglulið Reykjavíkur var þegar þetta gerðist að stærstum hluta á Laugarvatni við æfingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert