Örn er tignarlegur og lundinn ljúfur

Besta myndin óvænt og andartakið dýrmætt, segir Daníel Bergmann um …
Besta myndin óvænt og andartakið dýrmætt, segir Daníel Bergmann um fuglamyndir sínar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þolinmæði er mikilvæg dygð við fuglamyndatökur og eins að fara á vettvang án allra væntinga. Besta myndin kemur oft óvænt og andartakið er dýrmætt,“ segir Daníel Bergmann, ljósmyndari og rithöfundur.

Hann er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2025 sem kom út á dögunum. Bækur þessar eru ritröð sem á sögu allt aftur til ársins 1928; einstakar heimildir um náttúru, land og sögu. Yfirleitt eru einstök landsvæði til umfjöllunar í árbókum FÍ nema hvað bók ársins 1939 fjallaði um fugla á Íslandi, eins og aftur er gert nú. Fuglar og fuglastaðir, er titill bókarinnar nýju sem er 320 blaðsíður; skrifuð af Daníel sem jafnframt tók langflestar myndirnar.

Hér svífur lundi um í afar fallegri sveiflu.
Hér svífur lundi um í afar fallegri sveiflu. Ljósmynd/Daníel Bergmann
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert