Rándýr refur varð sílamávi að bráð

Sílamávurinn og bragðarefurinn.
Sílamávurinn og bragðarefurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar vora tekur leynast freistingar víða og á það ekki síður við um máva en menn. Sílamávur nokkur stóðst ekki mátið þegar hann fann hálfétinn bragðaref frá Ísbúð Vesturbæjar og svolgraði hann í sig af ákefð.

Erfitt er að áfellast mávinn, enda hafa unnendur bragðarefa fundið fyrir verðlagsþróun í landinu síðustu misseri. Kostar miðstærð af bragðaref nú 2.190 krónur.

Reyndar er ekki hægt að útiloka þann möguleika að markmið sílamávsins hafi alls ekki verið að gæða sér á refnum, en hann minnti ískyggilega á náskyldan frænda sinn, hettumáfinn, þegar hann reisti haus sinn úr dollunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert