Snýr sér að nýjum ævintýrum

„Nú finnst mér þetta orðið gott,“ segir Rüdiger en verslun …
„Nú finnst mér þetta orðið gott,“ segir Rüdiger en verslun hans hættir starfsemi. mbl.is/Árni Sæberg

Ein af hinum gömlu og grónu verslunum í miðbænum mun senn hætta starfsemi. Gleraugnasalan hóf starfsemi sína í nóvember 1961 og var þá á Laugavegi 12. Árið 1973 flutti verslunin á Laugaveg 65. Eigendaskipti urðu í júlí 2000 þegar stofnandinn lét af störfum og við tók Rüdiger Seidenfaden sem starfað hefur þar síðan 1981. Eiginkona hans Ingileif Jónsdóttir Seidenfaden starfar einnig í versluninni. Gleraugnasalan mun hætta starfsemi 30. júní og óvíst er hvers konar starfsemi verður í húsinu eftir það.

Rüdiger Þór Seidenfaden ólst upp í Hannover í Þýskalandi. Árið 1979 lauk hann sveinsprófi sem sjóntækjafræðingur og tveimur árum síðar fluttist hann til Íslands og hóf að vinna í Gleraugnasölunni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert