Hlýindi um allt land

Hiti verður víða á bilinu 11 til 20 stig en …
Hiti verður víða á bilinu 11 til 20 stig en það þykknar upp vestanlands annað kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við suðvestan 8-18 metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verði í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Bjartviðri er væntanlegt norðaustan- og austanlands en annars verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta.

Það mun draga úr vindi síðdegis. Hiti verður á bilinu 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Allt að 20 stiga hiti á morgun

Á morgun má búast við suðlægri eða breytilegri átt 3-10 metrum á sekúndu og yfirleitt léttskýjuðu veðri, en sunnan 8-15 norðvestan til og lítilsháttar vætu framan af degi.

Hiti verður víða á bilinu 11 til 20 stig en það þykknar upp vestanlands annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert