Höfðu ekki gilt starfsleyfi

Búið er að innsigla staðnum.
Búið er að innsigla staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Heilsulindinni Lisa Spa í Mjóddinni var lokað í morgun þar sem ekki var til staðar gilt starfsleyfi fyrir starfseminni. Staðnum verður lokað þar til úrbætur hafa átt sér stað. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari Sunnu Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. 

Staðnum var lokað að beiðni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og var óskað eftir aðkomu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Í svarinu segir að engin rannsókn sé í gangi að hálfu heilbrigðiseftirlitsins, aðeins kröfur um úrbætur. 

Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu varðandi rannsókn af þeirra hálfu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert