Lögreglan tók lykla af „öldauðum“ manni

Lögreglan tók bíllykla af manni í dag.
Lögreglan tók bíllykla af manni í dag. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók kveikjuláslykla bifreiðar af manni í miðborg Reykjavíkur í dag. Hafði lögreglu þá borist tilkynning um „öldauðan“ mann í ökumannssæti bíls í bílastæði. 

Voru lyklarnir teknir af honum til að koma í veg fyrir að hann myndi aka af stað „í því annarlega ástandi sem hann var í“, eins og segir í dagbók lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert