Prestar á dauðalista djöfulsins

Sr. Pétur Þorsteinsson
Sr. Pétur Þorsteinsson Ljósmynd/Aðsend

„Kristnin er gleðiboðskapur og þess vegna eigum við að birtast fólki með gríni og glensi án þess að fara yfir mörk hjá fólki,“ segir sr. Pétur Þorsteinsson eftir síðustu messu sína í Kirkju Óháða safnaðarins þar sem hann hefur þjónað í 30 ár.

„Við eigum að sýna fram á það að kirkjan sé glöð og kát og þetta sé ekki bara eilíf jarðarför í messunni. Ég vil frekar tala um jarðarfjör en jarðarför og sumir segja að hann sé kolklikkaður, þessi klikkklerkur í Óháða söfnuðnum, en ég tel að á erfiðum stundum eins og við aðskilnað ástvina eigi að leita huggunar í fjöri innan hóflegra marka.“

Pétur segir að prestarnir séu á dauðalista djöfulsins sem sæki oft að þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert