Tvær handteknar vegna rannsókna á heimilisofbeldi

Önnur konan var handtekin miðsvæðis í Reykjavík en hin af …
Önnur konan var handtekin miðsvæðis í Reykjavík en hin af lögreglumönnum sem tilheyra lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Ljósmynd/Colourbox

Tvær konur voru handteknar á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna rannsókna lögreglu á heimilisofbeldi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 síðdegis í gær til 5 í morgun.

Önnur konan var handtekin miðsvæðis í Reykjavík en hin af lögreglumönnum sem tilheyra lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti.

Með æsing á bar

Óskað var eftir aðstoð á bar vegna viðskiptavinar sem hafði verið með æsing og öðrum manni var vísað út úr félagslegu úrræði.

Tilkynnt var um stolna bifreið og tvö innbrot, annað á heimili en hitt í skóla.

Afskipti voru höfð af fimm ökumönnum sem ýmist eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert