Ekið á vegfaranda á Akureyri

Lögregla og sjúkraliðar mættu á vettvang.
Lögregla og sjúkraliðar mættu á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli á gatnamótum Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri laust fyrir klukkan sjö í morgun. Óvíst er hversu mikið maðurinn er slasaður.

Að sögn lögreglu á svæðinu kom strax upp grunur um hryggáverka þegar slysið varð og vildu viðbragðsaðilar því ekki að hreyft yrði við manninum.

„Við sendum tvo lögreglubíla á vettvang með forgangi og sjúkraliða. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en enn er óvitað með alvarleika áverka,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert