Finna ekki ummerki um bát sem var sagður hafa hvolft

Björgunarskipið Sigurvin er á vettvangi, en hann er meðal annars …
Björgunarskipið Sigurvin er á vettvangi, en hann er meðal annars með hitamyndavélar um borð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tilkynning barst fyrr í kvöld frá manni sem kvaðst hafa séð bát á hvolfi á milli Hauganess og Grenivíkur. Ekki hafa fundist nein ummerki um að þarna hafi báti hvolft eða sokkið.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is. 

Tilkynningin barst klukkan 17.40 frá manni sem var upp á landi, en ekki frá neinu skipi. Björgunarsveitir eru að leita á milli Hauganess og Grenivíkur en engin ummerki eru um bátur hafi sokkið.

„Það var tilkynnt um bát sem hefði hvolft. Björgunarsveitir eru á staðnum að leita af sér allan grun,“ segir Jón Þór og bætir við:

„Það er verið að skoða hvort að einhverja báta vanti í nærliggjandi höfnum.“

Samkvæmt heimildum mbl.is þá hafa menn orðið varir við hvali á þessum slóðum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert