Forlagið flytur á Fiskislóð

Tímamót. Starfsemi Forlagsins verður flutt af Bræðraborgarstíg 7 í lok …
Tímamót. Starfsemi Forlagsins verður flutt af Bræðraborgarstíg 7 í lok vikunnar. Bókaútgáfa hefur verið rekin við götuna í hartnær hálfa öld. mbl.is/Eyþór

Bókaútgáfan Forlagið flytur í lok vikunnar allan rekstur sinn í húsnæði á Fiskislóð 39. Þar hefur Forlagið rekið bókabúð en nú færist daglegur rekstur einnig þangað.

Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að ástæða flutninganna sé að geta nýtt betur húsnæðið á Fiskislóð og að sameina starfsmannahópinn á einum stað. Hún segir enn fremur að ekki hafi þurft að ráðast í framkvæmdir í húsnæðinu á Fiskislóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert