Loka lauginni á meðan viðhaldi er sinnt

Búið er að tæma sundlaugarnar.
Búið er að tæma sundlaugarnar. mbl.is/Karítas

Lokað verður í Breiðholtslaug þar til á sunnudag á meðan unnið er að viðgerðum. Sundlauginni var lokað á laugardaginn

Þetta segir Hafliði Páll Guðjónsson, forstöðumaður Breiðholtslaugar, í samtali við mbl.is. Hann segir að unnið sé að reglulegu viðhaldi þar sem stendur til að mála, gera múrviðgerðir á bökkum laugarinnar, laga pípulagnir og hreinsa sundlaugar. 

Hafliði segir að sundlauginni sé lokað á hverju ári til að vinna að viðhaldi.

Meðal þess sem unnið er að eru múrgerðir á sundlaugarbökkum.
Meðal þess sem unnið er að eru múrgerðir á sundlaugarbökkum. mbl.is/Karítas
Vinnumenn að störfum í Breiðholtslaug.
Vinnumenn að störfum í Breiðholtslaug. mbl.is/Karítas
Sundlaugin opnar aftur á sunnudag.
Sundlaugin opnar aftur á sunnudag. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert